Sjósókn

Sögumolar

Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur látið gera söguskilti við vinsælar gönguleiðir í bænum.

Aðaláhersla er lögð á að sýna myndir frá fyrri tíð ásamt stuttum upplýsingatexta.

Fast þeir sóttu sjóinn

Sjósókn hefur frá upphafi verið undirstaða byggðar á Suðurnesjum. Stutt er að sækja á miðin því upp úr áramótum kemur þorskurinn upp að landi til að hrygna. Vetrarvertíð hófst á Kyndilmessu, annan febrúar, og þá flykktust vermenn víða að. Vertíðin stóð fram í maí og snéru þá margir aftur til síns heima.


Ljósmynd: Heimir Stígsson

Share by: