Flugstöð á Keflavíkurflugvelli

Sögumolar

Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur látið gera söguskilti við vinsælar gönguleiðir í bænum.

Aðaláhersla er lögð á að sýna myndir frá fyrri tíð ásamt stuttum upplýsingatexta.

Flugstöð á Keflavíkurflugvelli

Fyrsta flugstöðin var opnuð á Keflavíkurflugvelli árið 1947. Henni var ætlað að þjónusta farþega með biðsölum, farþegaafgreiðslu, póstafgreiðslu og veitingasal. Á annarri hæð var hótel.

Flugstöðin var við opnun ein fullkomnasta flugstöðin á leiðinni yfir Norður-Atlantshafið. Hún vakti mikla athygli og skipulagði Ferðaskrifstofa Ríkisins skoðunarferðir um Keflavíkurflugvöll um nokkurt skeið.


Fyrstu áratugina fóru aðeins erlendir farþegar á leið yfir Norður-Atlantshafið um Keflavíkurflugvöll. Annað millilandaflug fór um Reykjavíkurflugvöll. Það breyttist þegar íslensku flugfélögin fluttu starfsemi sína að mestu til Keflavíkurflugvallar á 7. áratug síðustu aldar. 


Flugstöð Leifs Eiríkssonar leysti þessa fyrstu flugstöð af hólmi árið 1987. Byggingin var nýtt undir starfsemi varnarliðsins en var að lokum rifin á árunum 2017-2018. 


Ljósmyndir, talið ofan frá:

1. Ljósmyndari: Heimir Stígsson

2. Ljósmyndari: Knútur Höiriis

3. Ljósmyndari: Heimir Stígsson

4. Ljósmyndari: Heimir Stígsson



Share by: