Aðalstöðin

Sögumolar

Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur látið gera söguskilti við vinsælar gönguleiðir í bænum.

Aðaláhersla er lögð á að sýna myndir frá fyrri tíð ásamt stuttum upplýsingatexta.

Aðalstöðin

Aðalstöðin var stofnuð í Keflavík 20. nóvember árið 1948 af leigubílstjórum bæjarins. Frá fyrstu tíð var leigubílastöðin stórhuga um að veita góða þjónustu við íbúa, sem tóku stöðinni fagnandi. Um tíma var rekin verslun, bensínstöð, smurstöð, þvottastöð, umboð ferðaskrifstofu ásamt útibúi á Keflavíkurflugvelli á vegum Aðalstöðvarinnar og þegar mest var voru um 50 bílar í akstri. Á árum áður var siður hjá fyrirtækinu að bjóða eldri borgurum í dagsferð þar sem ekið var í Þrastarskóg eða á Þingvelli þar sem gestum var boðið upp á kaffi.


Ljósmyndari: Heimir Stígsson

Share by: