Byggðasafn Reykjanesbæjar starfar á sviði menningarminja. Starfssvæði safnsins er Reykjanesbær.
Þann 17. nóvember 1979 opnaði Byggðasafn Suðurnesja með formlegum hætti að Vatnsnesi. Að því stóðu tvö sveitarfélög, Keflavik og Njarðvík. Húsið Vatnsnes var annað af tveim húseignum sem Byggðasafnið fékk í morgungjöf, hitt er húsið Innri-Njarðvík. Árið 2002 var ákveðið að breyta nafni safnsins í Byggðasafn Reykjanesbæjar, enda skilgreinir það nafn betur starfssvæði safnsins.
Aðdragandi að stofnun safnsins í núverandi rekstrarformi var nokkuð langur. Rætur þess má rekja til ársins 1944 en þann 17. júní það ár þá var Byggðasafn Keflavíkur stofnað af Ungmennafélagi Keflavíkur.
Árið 1967 var skipuð nefnd um stofnun byggðarsafns í Njarðvík. Þjóðminjavörðurhvatti nefndarmenn til að leita samstöðu sveitarfélaganna á Suðurnesjum um rekstur sameiginlegs byggðasafns. Að lokum náðist þó náðist aðeins samstaða með Keflvíkingum. Samþykkt um rekstur safnsins var undirrituð árið 1978 og rúmu ári síðar opnaði safnið dyr sínar.
Fyrsti safnvörðurinn var Skafti Friðfinnsson, síðar tók Guðleifur Sigurjónsson við sem forstöðumaður safnsins . Sigrún Ásta Jónsdóttir tók við af Guðleifi og Eiríkur P. Jörundsson tók við af Sigrúnu. Safnstjóri frá janúar 2022 er Eva Kristín Dal.
Margir einstaklingar lögðu á sig ómælt erfiði til að berjast fyrir þessum málstað sem átti kannski ekki alltaf upp á pallborðið. Í Keflavík var það Helgi S. Jónsson sem leiddi starfið fyrir hönd UMFK með honum voru Skafti Friðfinnsson og Kristinn Pétursson. Frá Keflavíkurbæ komu þeir Ólafur A. Þorsteinsson og Guðleifur Sigurjónsson. Hilmar Jónsson bókavörður bættist fljótlega í hópinn. Í Njarðvík voru það Guðmundur A. Finnbogason, Áki Granz og Friðrik Ársæll Magnússon og síðar kom Oddbergur Eiríksson.
Byggðasafn Reykjanesbæjar starfar á sviði menningarminja í samræmi við stofnskrá, lög og reglur sem gilda um viðurkennd söfn og siðareglur ICOM. Lögbundið hlutverk safnsins skv. safnalögum nr. 141/2011 felur m.a. í sér að og tryggja menningararfinn og efla skilning á þróun hans og stöðu með söfnun, skráningu, varðveislu, rannsóknum, sýningum og annarri miðlun. Starfssvæði safnsins er Reykjanesbær.
Til viðbótar við lögbundið hlutverk sitt skal safnið stuðla að áhuga og skilningi á menningararfinum. Safnið er auðlind sem eykur lífsgæði og skapar virði fyrir samfélagið með því að vera áhugaverður áfangastaður fyrir innlenda og erlenda gesti, virkur námsvettvangur fyrir skóla og þátttakandi í rannsóknum og fræðastarfi. Áhersla er lögð á samstarf við aðrar stofnanir Reykjanesbæjar.
Eva Kristín Dal
Safnstjóri
Haraldur Haraldsson
Safnvörður
Sóley Sigurjónsdóttir
Safnvörður
Sigurður Helgi Pálmason
Safnvörður
Takk fyrir að hafa samband við Byggðasafn Reykjanesbæjar. Við munum svara erindinu eins fljótt og auðið er.
Duus safnahús - Bryggjuhúsið
230 Reykjanesbær
Tölvupóstur: duushus@reykjanesbaer.is
Sími:
420-3245
Opið 12 - 17 þriðjudaga til sunnudaga
Lokað á mánudögum
Tölvupóstur: byggdasafn@reykjanesbaer.is
Sími: 421-6700